My Image

Valgerður M. Magnúsdóttir B. Sc

EMDR og hugræn atferlis meðferð

Hjúkrunarfræðingur

Viðurkenndur EMDRIA meðferðaraðili
Viðurkenndur HAM meðferðaraðili (Hugræn atferlis meðferð)

Aðsetur EMDRstofan, Vallakór 4, Kópavogi

Hér má heyra viðtal við Valgerði þættinum, Sögur af landi, 14. April 2019 á Rás 1.
Opnast í Spotify, þátturinn hefur titilinn Ótti.

Smella hér
Umsagnir einstaklinga.

Sorg

EMDR hjálpaði mér að vinna með erfiðar minningar tengdar missi, sorg og veikindum nákomins einstaklings í lífi mínu.  Í mörg ár gat ég ekki hugsað um þessar minningar án þess að það helltist yfir mig sorg og kvíði, um að ég gæti þurft að ganga í gegnum álíka erfiða atburði aftur, svo erfiðar og ljóslifandi voru þessar minningar. Sorgin yfir því að viðkomandi væri ekki lengur mér við hlið var yfirþyrmandi.  Eftir að hafa farið í EMDR vinnu get ég nú hugsað um þessara erfiðu minninga án þess að  þessi vonda líðan hellist yfir mig.  Ég sé þær ekki svona ljóslifandi.  Í dag hef ég meira aðgengi að öðrum og góðum minningum tengdum þessum einstaklingi.  Ég get hugsað til hans með þakklæti yfir því góða sem hann kom með inn í líf mitt.  Ég get m.a. farið upp að leiði hans og fundið fyir þakklæti fyir allt það góða. Þökk sé EMDR meðferðinni. 
Missir


Eftir EMDR vinnu fann ég meiri kyrrð innra með mér, get hugsað um erfiða minningu án þess að finna fyrir sorginni ,kvíðanum og vanmættinum. Í dag get ég hugsað um atburðinn án þess að finna sársaukann sem áður fylgdi. Ótrúlegt en satt.
EMDR

Síðan að ég byrjaði að hitta Valgerði sem notast við EMDR aðferðina hefur margt breyst hjá mér. Ég hef glímt við allskonar áföll frá æsku og í dag er ég alveg hætt að forðast þá staði þar sem sum af mínum áföllum áttu sér stað. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þessari aðferð og að geta unnið svona djúpt með minningarnar sem hafa heft mig svo mikið í lífinu. Nú er ég farin að finna fyrir því að ég má alveg taka pláss á þessari jörð eins og aðrir 🙂.

Fleiri umsagnir